Back to All Events

Óskar Guðjónsson MOVE

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Síðustu sex ár hafa eyþór gunn, matti hem, valdi kolli og óskar gud sett upp tilraunastofu í hraunbænum, fyrst til að setja saman lög og vinna sameiginlega í þeim þar til strúktúr fannst sem áhugavert var að vinna með. En svo til að læra þau og spila nægilega oft að hægt væri að aflæra þau svo hægt væri að vinna með þau sem nýtt hráefni í hvert skipti sem samt héldi textúru. 

Frá unglingsárum hefur Óskar Guðjónsson verið eftirsóttur saxófónleikari í íslensku tónlistarstórfjölskyldunni. Spunatónlist, jazz (djass), stendur hjarta hans næst. Á þeim vettvangi hefur hljómsveitin ADHD vakið verðskuldaða athygli innan og utan landsteina, tónleikaferðir um Evrópu norðanverða skipa stóran sess í lífi hljómsveitarmeðlima. Þeir eru, auk Óskars, bróðir hans  Ómar gítarleikari, Magnús Tryggvason Elíasson trommuleikari og Tómas Jónsson hljómborðsleikari. Samstarfs Óskars og Skúla Sverrissonar, tónskálds og bassaleikara, hefur einnig verið gæfuríkt og galopnað augu og eyru Óskars fyrir fleiri möguleikum jazztónlistar. Afraksturinn er tvær plötur og ótal tónleikar.

Húsið opnar kl 19.30

Tónleikar hefjast kl 20.00

Miðaverð er 3900 kr

[EN] For the last six years, Eythór Gunn, Matti Hem, Valdi Kolli and Oskar Guð have set up a laboratory, firstly to put together songs and work on them until a structure was found that was interesting to work with – but secondly to learn them and play them often enough that they could be unlearned and worked with as new ingredients each time while still retaining texture.

In demand as a saxophonist ever since he was a teenager, Óskar Guðjónsson cites jazz, and improvised music in general, as closest to his heart. The jazz-adjacent group ADHD, of which he is a member (along with his brother Ómar Guðjónsson, Magnús Trygvason Eliassen and Tómas Jónsson) has built a sizeable international audience, and the group frequently tours Northern Europe. Óskar also credits his collaborations with composer and bass player Skúli Sverrisson – which has yielded two records and many concerts to date – with opening his eyes to new possibilities in improvisation.

House opens 7.30PM

Concert starts 8.00PM

Admission 3900 ISK