Snorri Hallgrímsson gefur út EP-plötuna ‘Longer shadows, softer stones’ þann 4. október og fagnar því með útgáfutónleikum í Mengi áður en hann heldur í tónleikaferðalag til Evrópu. Platan er fyrsta útgáfa hans undir merkjum Deutsche Grammophon, en Snorri skrifaði nýverið undir plötusamning við hið þekkta útgáfurfyrirtæki.
Húsið opnar 19:30 - Miðaverð 2.500 kr
Snorri Hallgrímsson er tónskáld og framleiðandi. Fyrsta hljómplata hans, ‘Orbit’, kom út árið 2018 og þar komu þegar fram skýr stílbrögð sem einkennt hafa tónlist Snorra síðan – minimalískar lagasmíðar, viðkvæmur píanóleikur, tregafullar strengjaútsetningar, og brothætt söngrödd Snorra sjálfs. Síðasta plata hans, ‘I Am Weary, Don’t Let Me Rest’, fékk þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2024 og hlaut verðlaunin fyrir bestu upptökustjórn.
Auk þess að gefa út eigin tónlist hefur Snorri samið tónlist við fjölda kvikmynda. Þar má nefna spænsku Netflix-myndina ‘Jaula’ (2022), bresku stórmyndina ‘Words of War’ (2025), og heimildamyndirnar ‘Out of Thin Air’ (2017), ‘Chasing the Present’ (2019) og ‘Innocence’ (2022).
—
Composer and producer Snorri Hallgrímsson celebrates the release of his new EP ‘Longer shadows, softer stones’ with a concert in Mengi, before embarking on a European tour. Snorri recently signed with Deutsche Grammophon, and the EP marks his first release with the renowned record label.
Doors 19:30 - Miðaverð 2.500 kr
Snorri emerged on the scene in 2018 with debut album, ‘Orbit’, showcasing a unique blend of the characteristics that would come to define his music: minimalistic songwriting, haunting string arrangements, intimate pianos, subtle electronics, and the composer’s own fragile voice. His 2023 album, ‘I Am Weary, Don’t Let Me Rest’ received 3 Icelandic Music Award nominations, winning Production of the Year.
Besides his solo music, Snorri has scored numerous films, including the Spanish Netflix thriller ‘Jaula’ (2022), upcoming British drama ‘Words of War’ (2025), and documentaries ‘Out of Thin Air’ (2017), ‘Chasing the Present’ (2019), and ‘Innocence’ (2022).