Fersteinn snýr aftur í Mengi, í fyrsta sinn í 6 ár og er því um að ræða mega comeback sjó. Fersteinn á uppruna sinn á Njálsgötuárum S.L.Á.T.U.R. samtakanna eða frá því um 2009+ og var eins konar sproti út úr Fengjastrúts hópnum á sínum tíma. Hljómsveitin byrjaði sem tilraunastöð og þróunarmiðstöð fyrir kvartetta Guðmundar Steins Gunnarssonar en fyrr en varið var þetta orðið að hljómsveit sem hefur leikið á hátíðum, bókasöfnum farið í tvo Evróputúra og gefið út þrjár plötur auk einnar þröngskífu hjá De Player í Hollandi. Einhver náungi á bandcamp nefndi plötuna Haltrandi Rósir í þriðja sæti yfir uppaháldsplöturnar sínar þar. Þá var platan Lárviður tilnefnd til Kraumsverðlauna árið sem hún kom út 2017 þrátt fyrir dræma sölu. Síðan hefur platan hins vegar orðið að költklassík og stefnt á að gefa hana út á gylltum vínil vöfðum í klósettpappír eða eitthvað.
Í boði er drullu ágeng framúrstefna eins og hún gerist hvað svakalegust, en ekki hávært þó. Prútt og settlegt engu að síður.
hljomsveitina
Hljómsveitin bryddar þó upp á nýjung sem er eins konar sería sem heitir Ferstein plúseinn. Þá býður Fersteinn einum tónlistarmanni til að spila einleik á undan og taka svo lagið með hljómsveitinni.
Að þessu sinni er það slagverksleikarinn Matthias Engler sem mun leika frumsamið verk sem heitir Sumar áður en hann mun taka nokkur lög með Ferstein. Hann er öllum framúrstefnu unnendum kunnur eftir störf sín með hinum margrrómaða Ensemble Adapter um árabil.
Spennandi viðburður sem forkólfar framúrstefnurnar hvar sem þeir leynast, ættu ekki að láta sig missa af.
Mætið með læti!
dyr 19:30 miðar 2.500.-
- - - - - - - - -
Fersteinn is a far-avant-garde Reykjavík establishment with its roots in the S.L.Á.T.U.R. collective and Fengjastrútur ensemble. The ensemble plays music in far out rhythms using animated digital notation to capture the essence of uneven. After 3 albums, one single with De Player in Holland and 2 European tours the band has become so tight it's scary. Hard avant-garde played so tight in so much intensity and relatively low volume is a rare experience and intense and almost scary.
The group has now started a series of collaborations called plúseinn or +1 or ++. The first person the group invites to be the +1 is avant-garde veteran Matthias Engler who is best known for his work with the world renowned ensemble Adapter. He will perform a solo percussion piece and then join Fersteinn for some hard avant-garde.