Back to All Events

Marey feat. Daníel Helgason

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Marey feat. Daníel Helgason
Tónleikar í Mengi

Þetta verða fyrstu tónleikarnir í Marey feat. röðinni. Á þessum tónleikum bjóða þær til liðs við sig hljóðfæraleikarann og tónskáldið Daníel Helgason. Þau ætla að spila, spinna, syngja og gera alls konar tilraunir með tóna og hljóð.

Systurnar Lilja María og Anna Sóley Ásmundsdætur skipa dúóið Marey sem blandar tilraunakenndri spunatónlist við rafhljóð og ljóðalestur. Áhrifa gætir frá samtímaklassík, hljóðlist og alþýðutónlist. Lilja María spilar á hljóðskúlptúrinn Huldu, hljóðfæri sem hún hannaði sjálf, og býr til hljóðmyndir. Anna Sóley spilar á fiðlu, syngur og hannar hljóðmyndir.

Lilja María er með doktorspróf í tónsmíðum frá City, University of London. Hún hefur skrifað fyrir ýmsa hljóðfærahópa í Evrópu og sömuleiðis komið fram sem hljóðfæraleikari með alls konar hljómsveitum. Hún er meðlimur í Hlökk en plata þeirra Hulduhljóð hlaut Kraumsverðlaunin 2019. Lilja María gaf út hljóð- og sjónlistaverkið Internal Human árið 2022 í samstarfi við dansarann Inês Zinho Pinheiro.

Anna Sóley útskrifaðist með BA próf frá ArtEZ Tónlistarháskólanum í Arnhem, BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í bókmenntafræði frá Háskólanum í Utrecht. Hún sendi frá sér plötuna Modern Age Ophelia, árið 2022 og hefur komið fram víða í Evrópu bæði sem söngvari og fiðluleikari. “Tónhöfundurinn syngur á ensku og íslensku, og skilur eftir rými fyrir spuna og lýrísk ljóðræn flug,” -úr umfjöllun sem Matthieu Jouan skrifaði fyrir Citizen Jazz um Modern Age Ophelia tónleika Önnu á Jazzhátíð Reykjavíkur.

Daníel Helgason hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi bæði sem hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH á rafgítar og með BA próf í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Daníel hefur komið fram víða um Evrópu og samið tónverk sem hafa verið flutt á Íslandi og í Skandinavíu. Árið 2023 kom út breiðskífa með frumsömdu efni eftir Daníel sem ber nafnið Particles. Sama ár kom út platan ¡Mambó! með hljómsveitinni Los Bomboneros sem Daníel er meðlimur í. Daníel var valinn Bjartasta vonin í Djass og blús á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2018 og það sama ár einnig tilnefndur sem flytjandi ársins í sama flokki.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 en hurðin opnar 19:30.
Miðaverð 2.500 kr.

Earlier Event: November 3
Sólstöður II - Útgáfutónleikar
Later Event: November 15
"Loksins loksins!" - Nordic Affect