3. nóvember mun hljómsveitin Sólstöður halda útgáfutónleika í Mengi í tilefni af annari útgáfu hljómsveitarinnar.
Sólstöður er fjölþjóðlegt tríó sem skartar sumum af efnilegustu jazztónlistarmönnum hver frá sínu heimalandi. Bandið skipa Mikael Máni á gítar, hollenski píanóleikarinn Stefan Bos og svisslenski kontrabassaleikarinn Pierre Balda. Platan inniheldur lög eftir alla meðlimi bandsins, sérstaklega samin með þessa einstöku hljóðfæraskipan í huga; trommulaust tríó með tveim hljóma hljóðfærum. Þetta er suðupottur marga stíla sem væri hægt að skilgreina sem kammer-jazz. Leiðarljós bandsins er að reyna að fanga stemmingu hvers lags. Mörg lög eru lyrísk og rómantísk á köflum og stundum má heyra einhver áhrif neóklassískrar tónlistar glitta fram. Hinsvegar eru önnur lög sorgleg, dramatísk og nánast hættuleg.
Í Nóvember 2024 mun 2. plata hljómsveitarinnar Sólstöður koma út. Þríeykið hefur spilað saman í nánast tíu ár í Hollandi, Sviss og verður þetta í þriðja skipti sem bandið spilar á Íslandi. Fyrsta platan þeirra kom út árið 2020 og var gefin út af Smekkleysu. Hún vakti mikla ánægju meðal tónlistarunnenda og gagnrýnanda og hlaut hljómsveitin tilnefningu fyrir bestu tónsmíðar ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Mikael Máni er einn helsti gítarleikari landsins og var plata hans ‘Innermost’ fyrr á árinu valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Á árinu kom einnig út fyrsta sólógítar plata hans hjá þýska útgáfufyrirtækinu ACT sem er ein af leiðandi útgáfum í jazztónlist.
Hurðin opnar 19:30 ~ Miðar 2.500