Sölvi/Hilmar/Magnús
Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.500 kr
Sölvi, Hilmar og Magnús flytja nýja tónlist eftir Sölva en tríóið er á leiðinni í hljóðver helgina eftir.
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson og slagverksleikarinn Magnús Trygvason Elíassen hafa spilað saman sem dúó síðan árið 2015. Þeir hafa gefið út eina plötu (Sölvi Kolbeinsson, Magnús Trygvason Elíassen) og haldið fjölda tónleika á Íslandi og víðar. Þeir komu fyrst fram sem tríó með gítarleikaranum Hilmari Jenssyni á Djasshátíð Reykjavíkur 2020. Tónleikarnir vöktu mikla lukku og tríóið hefur síðan haldið þó nokkra tónleika á Íslandi, í Mengi og á Múlanum. Til að byrja með einbeittu þeir sér að djass-standördum en núna eru tónsmíðar Sölva í brennidepli. Tónlistin er innblásin af dvöl hans í Berlín og Kaupmannahöfn auk endurkomu hans til Íslands 2023. Flæðandi laglínur blandast við hráa rytma og stóra hljóma sem tríóið dansar í kringum. Persónuleiki flytjenda er í fyrirrúmi og það er alltaf nóg pláss fyrir túlkun.
~~~
Sölvi, Hilmar and Magnús perform new music by Sölvi that will be recorded the weekend after.
Doors 19:30 | Tickets 2.500 kr
Saxophonist Sölvi Kolbeinsson and percussionist Magnús Trygvason Elíassen have played together as a duo since 2015. They have released one album (Sölvi Kolbeinsson, Magnús Trygvason Elíassen) and played numerous concerts in Iceland and elsewhere. They first performed as a trio with guitarist Hilmar Jensson at Reykjavík Jazz Festival 2020. The concert was a great success and the trio has since performed several times in Iceland, in Mengi and Múlinn Jazz Club. To begin with, they focused on jazz standards but now the focus has shifted to Sölvi´s compositions. The music is inspired by his stay in Berlin and Copenhagen as well as moving back to Iceland in 2023. Floating melodies mix with raw rhythms and big chords that the trio dances around. Each personality is in the foreground and there is always plenty of space for interpretation.