Back to All Events

Jólagleði Ólafur Arnalds og Evu

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Aðventugleði Ólafar Arnalds og Guðrúnar Evu

Frumsamin jólalög Ólafar Arnalds í bland við gamalt og gott. Upplestur höfundar úr glænýrri bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og samræður með frjálsri aðferð. Jólaglögg og piparkökur í boði hússins. Áritaðar bækur til sölu.

Miðaverð kr. 3000,-
doors 19:30, performance 20:00

Ólöf Arnalds hóf feril sinn sem söngvaskáld með hljómplötunni Við og við, sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir. Á erlendri grundu var hún valin ein af bestu plötum ársins af Paste Magazine auk þess sem eMusic valdi hana meðal bestu platna fyrsta áratugarins. Fyrir „Innundir skinni“ hlaut Ólöf Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónsmiður ársins. Þá var platan tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunana. Næst komu „Sudden Elevation“ og „Palme“ og hlutu mikið lof gagnrýnenda. Ólöf hefur lagt stund á að túlka lög eftir aðra, m.a. á smáskífunni „Ólöf Sings.“ Hún hefur leikið á tónleikum víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu. Fjöldi dagblaða, tímarita, vefmiðla, útvarps- og sjónvarpsstöðva víðsvegar um heim hafa fjallað um hana og verk hennar. Má þar nefna The New York Times, The Guardian, Vanity Fair, Paste, BBC, KEXP og Uncut. Samvinna Ólafar og Skúla Sverrissonar hefur getið af sér margar hljómplötur, m.a. hinar dáðu Seríu plötur. Þá söng Ólöf verkið Kaldur sólargeisli eftir Skúla með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meðal annarra listamanna sem Ólöf hefur átt ánægjulegt samstarf við eru Erna Ómarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Víkingur Ólafsson, Björk og Davíð Þór Jónsson.

Guðrún Eva er fædd í Reykjavík árið 1976 en alin upp víðs vegar um landið, meðal annars í Mosfellssveit, á Kirkjubæjarklaustri og í Garði í Gerðahreppi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1996 en útskrifaðist árið 2007 frá Háskóla Íslands með BA í heimspeki. Guðrún Eva hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fékk þau árið 2011 fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Hún hefur þrisvar verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV og fengið þau tvisvar; árið 2005 fyrir Yosoy og árið 2014 fyrir Englaryk. Einnig hlaut hún Fjöruverðlaunin í byrjun árs 2019 fyrir smásagnasafnið Ástin Texas. Hún var tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna árið 2021 fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Hún hefur einnig hlotið viðurkenningu RÚV fyrir ritstörf. Meðfram sagnaritun er Guðrún Eva í hlutastarfi sem ritlistarkennari við LHÍ.

------------------------------------------------------

Ólöf & Eva’s Jule Evening

Original seasonal songs by Ólöf Arnalds along with some good old Icelandic classics. Live reading from an all new book by Guðrún Eva Mínervudóttir followed by an open discussion. Gingersnaps and glögg on the house. Book signing and more. (CVs in English below).

Tickets kr. 3000,-
doors 19:30, performance 20:00

Ólöf Arnalds is an Icelandic composer and multi-instrumentalist. Her most distinctive asset is, nonetheless, her voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Her work has been called "otherworldly" by The New York Times, "stunning" by SPIN, "bewitching" by Rolling Stone, "remarkable" by the NME, "ethereal" by Vanity Fair and "impossibly lovely" by Paste.

Guðrún Eva Mínervudóttir (1976) was born in Reykjavik and spent her childhood partly in the city, partly in various villages around the country. In her youth she was a cow-herdess, sheep-minder and bartender. After publishing her first book in 1998, While He Looks at You, You Are Virgin Mary, she became a full time writer, surviving on book sales and state grants. She has now written and published nine novels and two collections of short stories. Since 2010 she has taught creative writing in The Iceland Academy of the Arts. Her work has been translated into several languages and received some formal recognition such as The DV Cultural Prize for Literature in 2005 for Yosoy and 2014 for Angel Dust, The National Prize for Literature in 2011 for her novel Everything With a Kiss Awakens, The Icelandic Literature Prize for Women for the short story collection Love, Texas in 2018 and the National Radio Lifetime Award for Literature in 2019. Mínervudóttir was nominated for the Nordic Council Literature Prize in 2021.

Earlier Event: December 3
Sölvi/Hilmar/Magnús
Later Event: December 12
John McCowen's Mundanas VII-XI