Ragnar Árni Ólafsson: spunasett (endurlýsing)
Ragnar Árni Ólafsson gítarleikari og tónskáld vinnur að upptökum plötu með eigin tónlist og er settið í Mengi hluti af lokalykkju verkefnisins. Á plötunni eru ólíkar tóneikaupptökur, stúdíóupptökur og annar efniviður þræddur saman í heild sem varpar ljósi á eineikstónsmíða- og spunavinu yfir rúmlega árslangt tímabil. Verkefnið gengur undir heitinu endurlýsing og vísar titillinn til gegnumgangandi endurnýjunar og enduruppgötvunar í spilamennsku Ragnars. endurlýsing er í sífelldri endurmótun og getur dregið til sín hvort heldur sem er algerlega nýjan efnivið og gamlar glefsur þegar svo ber við. Platan er ferð um þessi ólíku augnablik og rými, sem stundum eru útpæld en stundum mótuð í augnablikinu.
Gunnar Gunnsteinsson: Píanóspuni við valin atriði úr kvikmyndinni L'Annèe dernière á Marienbad, eftir Alain Resnais.
Gunnar Gunnsteinsson, tónskáld, lærði tónsmíðar í Amsterdam á árunum 2011-2015. Að undanförnu hafa verk Gunnars snúist um samþættingu tónlistar og frásagnar. Í gegnum frásögnina má finna ákveðið frelsi til þess að nýta tónlistaráhrif úr ólíkum áttum svo úr verði órofa heild. Nýjasta útgefna verk Gunnars er hljómplatan A Janitor's Manifesto sem kom út hjá útgáfunni Futura Resistenza í Brussel árið 2023. Í verkinu er unnið með karakterstúdíu en í því leikur skuggasjálf Gunnars, Janitorinn, aðalhlutverkið. Fyrir utan útgáfu eigin verka semur Gunnar hljóðrásir fyrir vídjóverk, kvikmyndir og sviðsverk.
Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.500 kr