Aurora foundation

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að við höfum nú framlengt styrktarsamning okkar við Aurora Foundation til eins árs. Samstarfið byrjaði árið 2018 þegar 1+1+1 og Aurora Foundation kynntu nýja línu undir merki Sweet Salone á Hönnunarmars í Mengi. Frá 2020 til 2022 var Aurora styrktaraðili Mengis og við hýstum nokkra viðburði á þeirra vegum, þar á meðal Kraumsverðlaunin og tónleikaröð tengda henni.

Kíkið endilega til okkar í Mengi dagana 9. til 11. desember en þá verður árlegur markaður Aurora foundation með þar sem sérlega vandaðar og fallegar, handgerðar vörur frá Sierra Leone verða á boðstólnum. Meldið ykkur á Facebook-viðburðinn hér til að fylgjast með!

Aurora velgerðarsjóður var settur á laggirnar árið 2007 að frumkvæði
Ingibjargar Kristjánsdóttur, landslagsarkitekts og Ólafs Ólafssonar,
athafnamanns og frumkvöðuls en hlutverk sjóðsins er að styðja við
þróun og menningu með verkefnum sem örva samfélög á sjálfbæran máta.
Starf sjóðsins er fyrst og fremst fólgið í uppbyggingarverkefnum í
Sierra Leone en einnig hefur Aurora myndað frjósaman grundvöll fyrir
skapandi samstarf milli listamanna og handverksfólks þaðan og
íslenskra hönnuða og tónlistarfólks.

Julie Runge