Útgáfutónleikar með Pétri Eggertssyni og fjölda tónlistarmanna í Mengi fimmtudagskvöldið 28. desember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Pantið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn.
ENGLISH BELOW
Hvernig hljómar tónlist þegar allir eru hættir að hlusta? Hljómar hún yfir höfuð? Skynjun okkar er meðvitundarlaus og við ruglum saman öllum mögulegum brennivíddum. Hljóð virðist horfið og þögn hefur líka aldrei verið til staðar. Ef hljóð skiptir ekki máli, hvað þá? Eggerts skiptir máli.
Fjöldi tónlistarmanna flytur verk fyrir öll sex skilningarvit á útgáfutónleikum vegna fyrstu hljóðútgáfu tónskáldsins Péturs Eggerts: „Ekkert Kjolston“. Hæp-menn, gufa, rafhljóð (kannski), rokkhljómsveit heldur kúlinu, einhver heldur í sér, kammersveit skiptir um hlutverk... Fjölbreytt dagskrá sem lýkur vonandi eftir að áhorfendur eru komnir út úr húsinu.
Pétur Eggerts er reykvískt tónskáld sem vinnur á mörkum tón- , sviðs- og sjónlistar. Verk hans kanna hlutverk og ástand flytjandans í tónleikaumhverfi en einnig er bætt við nýjum víddum í heim tónlistar með því að nota óhljóðræn atriði á borð við vídeó, gjörðir og aðra sjónræna þætti sem tónefni.
„Ekkert Kjolston“ er fyrsta útgáfa Péturs og kemur út á vegum Amazing Box í desember á stafrænu formi og snemma 2018 á snældu.
∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞
Release concert with Pétur Eggertsson and friends at Mengi on Thursday, December 28th at 9pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the door.
What does music sound like when everyone has stopped listening? Does it sound at all? Our senses are unconscious and we have confused all possible focus points. Sound seems to have disappeared and silence was never there in the first place. If sound doesn’t matter any more, what does? No-one knows.
A handful of musicians perform pieces for all six senses at the release concert of Pétur Eggerts debut recording: "Ekkert Kjolston”. Hype-men, vapour, electronics (maybe), a rock band keeps their cool, somebody holds it in, a chamber group exchanges roles... A diverse program which hopefully finishes after the audience has left the venue.
Pétur Eggerts is a composer from Reykjavík who merges music, performance and visual art in his art. His works explore the role and condition of the musical performer while adding new dimensions to the domain of music by using non-sonic bodies such as video, actions and other visual elements as musical material.
"Ekkert Kjolston" is Pétur’s debut solo album, released digitally by Amazing Box records in December and early 2018 on cassette.
Back to All Events
Earlier Event: December 27
ÍSLENSKT SNITSEL #4 / JANUS BRAGI & LOJI HÖSKULDS
Later Event: December 29
HEIÐARLEGIR OG EINLÆGIR HUGSJÓNAMENN