Back to All Events

COW #3 / JOHN CAGE

ENGLISH BELOW

COW #3 — John Cage

John Cage er í brennidepli á tónleikum í tónleikaröðinni COW miðvikudagskvöldið 6. desember klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30.
Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listaháskóla Íslands þar sem þeir eru liður í námskeiðinu Flytjandinn/tónskáldið sem kennt er við tónlistardeild skólans.

Tónleikaröðin COW samanstendur af þrennum tónleikum sem fara fram á haustmisseri 2017 í Mengi. Á tónleikunum verður flutt tónlist eftir bandarísku tónskáldin John Cage, Pauline Oliveros og Christian Wolff. Þau eru meðal áhrifamestu tónskálda síðust áratuga og hafa, hvert með sínum hætti, stuðlað að breyttum viðhorfum til sköpunar og flutnings vestrænnar tónlistar.

Riðið var á vaðið með tónlist eftir Pauline Oliveros þann 13. september síðastliðinn, þann 11. október var flutt tónlist eftir Christian Wolff og lýkur röðinni þann 6. desember með tónlist eftir og í anda John Cage.

John Cage (1912-1992) var bandarískt tónskáld sem setti svip sinn á öldina sem leið sem og þá 21. á sviði lista. Hann var frumkvöðull á sviði tilraunatónlistar á víðtækan hátt og hafði djúpstæð áhrif á ríkjandi orðræðu um tónlist.

EFNISSKRÁ

- A Dip in the Lake, How To Get Started og verk fyrir dótapíanó eftir John Cage auk verka eftir flytjendur á tónleikunum, samin í anda Fluxus-stefnunnar.

Flytjendur á tónleikunum 6. december:

Berglind Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Erik DeLuca, Erla Rut Káradóttir, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Magni Freyr Þórisson, María Sól Ingólfsdóttir, Olesja Kozlovska, Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir, Telo Hoy, Tinna Þorsteinsdóttir og Örn Erling Árnason.

Listræn stjórnun COW: Berglind María Tómasdóttir
Tónleikaröðin er styrkt af Tónlistarsjóði.

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Concert with music by and in the spirit of John Cage in Mengi, Wednesday, October 11th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book through booking@mengi.net or pay at the entrance.

The concert is in collaboration with the Iceland Academy of the Arts with students from the course the Performer/the Composer participating.

COW concert series consists of three concerts that will take place in Mengi in Fall 2017. The concerts include music by American composers John Cage, Pauline Oliveros and Christian Wolff who all are pioneers within experimental music and have generated new ways of approaches and performance practices within western music. 

December 6 will be dedicated to the music of John Cage, October 11 to Christian Wolff and September 13 is dedicated to Pauline Oliveros.

John Milton Cage Jr. (September 5, 1912 – August 12, 1992) was an American composer and music theorist. A pioneer of indeterminacy in music, electroacoustic music, and non-standard use of musical instruments, Cage was one of the leading figures of the post-war avant-garde. (Wikipedia)

PROGRAM:

A Dip in the Lake, How To Get Started and music for toy piano by John Cage as well as Fluxus inspired works by the performers.


Performers December 6:
Berglind Tómasdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Erik DeLuca, Erla Rut Káradóttir, Hilma Kristín Sveinsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Magni Freyr Þórisson, María Sól Ingólfsdóttir, Olesja Kozlovska, Ragnheiður Elísabet, Telo Hoy, Tinna Þorsteinsdóttir and Örn Erling Árnason.

Curator of COW: Berglind Tómasdóttir
COW Concert Series is supported by the Icelandic Music Fund.