Back to All Events

Íslenskt snitsel #1

  • Mengi 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Snilld, algjör snilld, snitsel! 
Snitsel er æðsta form snilldar. 

Íslenskt Snitsel er gjörningafyrirlestraröð þar sem Janus Bragi notast við fundið efni, myndbönd sem aðrir Íslendingar hafa skapað og sett á netið.

Frá september til desember 2017 munu hann og meðleikari halda tilraunakvöld í Mengi þar sem rannsókn á efninu fer fram fyrir opnum tjöldum. Tilraunakvöldin verða haldin síðasta miðvikudag hvers mánaðar.

Myndböndin eru oftast skrásetningar á hversdegi og hátíðlegum stundum, eins konar myndaalbúm sem eru aðgengileg öllum sem sjá vilja. Sum þeirra eru líka sett á netið í þeim tilgangi að auglýsa vöru eða viðburð og önnur eru brot úr dagskrárgerð íslenskra ljósvakamiðla. Sett undir sama hatt verða þau sjónarhorn á íslensku þjóðarsálina og á hugmyndir þjóðar um gildismat, sjálfsmynd, minningar og fagmennsku.

Viðburðurinn hefst klukkan 21 og húsið verður opnað klukkan 20:30 Miðaverð á Íslenskt snitsel er 1000 krónur. Hægt er að bóka miða á booking@mengi.net.

Earlier Event: September 26
Listaspjall: Frá leikmanni til fagmanns
Later Event: September 28
Lucy Railton