Back to All Events

Kristín Anna

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy tickets

Kristín Anna mun spila nýtt og eldra efni úr lagasafni sínu.

Daníel Friðrik Böðvarsson mun leika með henni, fimmtudaginn 11. október kl. 21. Miðaverð er 2.500 krónur.

Í sumar kom Kristín Anna fram á Homecoming hátíðinni í Cincinnati og tók þátt í tónlistar-residensíu fyrir Eaxu Claire Music and Art Festival í Wisconsin ásamt PEOPLE festival í Berlín og kom nokkru sinnum fram á hátíðunum. Í tilefni af PEOPLE festival kom út í 200 eintökum á vínyl samansafn laga eftir hana sem kallast "Lay Me Down". Nokkur eintök af plötunni verða til sölu á tónleikunum.

Kristín Anna hefur komið víða við á tónlistarferli sínum. Hann hófst með hljómsveitinni múm árið 1998. Um áraraðir kom hún fram sem Kría Brekkan og flutti tónlist eða gjörninga. Kristín Anna var harmónikkuleikari Stórsveitar Nix Noltes meðan hún var og hét og hefur leikið og sungið inn á plötur hjá Animal Collective, Mice Parade og Slowblow. Hún var einnig meðlimur í Leikhúsi Listamanna og hefur fengist mikið við sviðs- og gjörningarlistir. Þá er hún náinn samstarfmaður Ragnar Kjartanssonar, en hún kemur fram í fjölda verka hans og semur og spilar í hljómsveitinni All Star Band.

Earlier Event: October 6
Abraham Brody
Later Event: October 13
Ingibjörg Elsa Turchi