Back to All Events

Chet Baker and Me

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Buy Tickets

´Chet Baker and Me´ er prógram sem samanstendur af sungnum jazzlögum Haraldar Guðmundssonar og lögum sem hinn þýði söngvari og trompetleikari Chet Baker gerði fræg í upphafi feril síns. 
Lög Bakers eru aðallega fengin af plötunum Chet Baker Sings og My Funny Valentine.

Miðaverð er 2.000 krónur. Húsið opnar kl. 20:30.

Texta/tónskáldið og kontrabassaleikarinn Haraldur Guðmundsson hefur samið og gefið út nýjan jazz í nokkru magni síðustu ár, bæði hér heima sem erlendis, með margvíslegum verkefnum. Þar má nefna kvintettinn Sound Post með plötuna Stories 2012, BaadRoots með Count That in einnig frá 2012, Green með Clazz 2015, og átti efni fyrir hljómplötu Hörpu Þorvaldsdóttur, Embrace frá 2016. Plötuna Party með FreaksOfFunk gaf hann út í febrúar 2017. Haraldur þykir lagrænn lagasmiður og hefur lengi haft mikið dálæti á hlóðheim tónlistar Bakers og þykir því þessi pörun ákjósanleg. 
Hljómsveitin hlaut mikið lof fyrir tónleika sína í Hannesarholti í November síðastliðnum þar sem hljómsveitin kynnti hluta af lögum af komandi hljómplötu, og á þessum tónleikum kynna þeir ný lög.

Hljómsveitina skipa Haraldur Ægir Guðmundsson kontrabassi, Snorri Sigurðarson flugelhorn, Agnar Már Magnússon piano, Böðvar Reynison söngur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Chet Baker and Me - a concert program from Halli Gudmundsson quartett where original songs are mixed with music that the late great trumpeter/singer, Chet Baker made famous in the early years of his career.

Halli Gudmundsson Quartet is currently working on an album of original songs composed and arranged in the style of Chet Baker and will perform some of that music in Mengi.

Haraldur Gudmundsson: kontrabass/composition
Snorri Sigurðarson: flugelhorn
Agnar Már: Magnússon piano
Böðvar Reynisson: vocals

Doors open at 8.30 p.m. Tickets are 2.000 kr.