Back to All Events

Kjartan Holm

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets


Kjartan Holm mun spila lög af komandi plötu sinni auk eldra efnis fimmtudaginn 20. september í Mengi. Tónlistinni mun fylgja myndverk eftir kvikmyndagerðamannin Caleb Smith.

Kjartan Holm er íslenskt tónskáld og tónlistarmaður með breiðan bakgrunn á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar. Hann hefur verið iðinn við tónlistarsköpun frá unglingsaldri og meðal annars starfað með Sigur Rós, Jóhanni Jóhannssyni, Hildi Guðnadóttir, Paul Corley og Alex Somers.

Árið 2006 stofnaði hann hljómsveitina For a Minor Reflection sem hann gaf út fjölda platna með og árið 2008 fór sveitin með Sigur Rós á Evróputúr í 3 vikur sem upphitunarband á lokalegg
„Með suð í eyrum við spilum endalaust” tónleikaferðalagsins. Næstu árum eyddi Kjartan svo á tónleikaferðalagi um allan heim með Sigur Rós sem hljóðfæraleikari og „live“ meðlimur sveitarinnar.

Á milli þess að vera á tónleikaferðalögum þá hefur Kjartan samið tónlist fyrir kvikmyndir, dansverk, leikhús og auglýsingar ásamt því að gegna hlutverki upptökustjóra og útsetjara fyrir aðra listamenn.

Kjartan vann náið með fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum
2017, Agli Sæbjörnssyni í leikverki sem sett var upp í Rio de Janeiro í Brasilíu ásamt því að vera tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir tónlistina í „The Show of Shows” -
mynd framleidd af BBC sem hann gerði í samvinnu með Georgi og Orra úr Sigur Rós og tónskáldinu Hilmari Erni Hilmarssyni sama ár. Á sömu Edduverðlaunahátíð var „Horizon (Sjóndeildarhringur)“ tilnefnd sem besta myndin, en Kjartan samdi tónlistina fyrir þá mynd.

Undanfarið hefur Kjartan verið að vinna í meira tæknitengdum verkefnum og þá sérstaklega í tengslum við heim sýndarveruleikans þar sem hann sér um tónsmíðar, forritun og hljóðhönnun.

Kjartan er með bakkalárgráðu (Bachelor’s degree) frá Listaháskóla Íslands í tónsmíðum og var að klára sína fyrstu plötu undir eigin nafni sem kemur út í byrjun 2019.

Húsið opnar 20:30 - viðburðurinn hefst 21:00 - Miðaverð er 2000kr 

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kjartan Holm will be performing tracks from his upcoming record as well as some older material on Thursday 20th September at Mengi. His music will be accompanied by visuals produced by film maker Caleb Smith. 

Kjartan Holm is an Icelandic composer and musician with a background in various fields of music. Having been involved in music since his early teenage years, Kjartan has collaborated and worked with artists such as Sigur Rós, Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir, Paul Corley and Alex Somers.

In 2006 he co-founded the alternative rock quartet For a Minor Reflection which he’s released number of albums with. In 2008 they supported Sigur Rós for three weeks all over Europe on the last leg of their ‘Með suð í eyrum við spilum endalaust’ tour.

Couple of years later Kjartan dedicated two years of his life to being in Sigur Rós’ live band where he played number of instruments and toured globally for two years.

In between touring he has composed music for movies, dance companies, theaters and media along with being a producer, arranger and engineer for various artists as well as playing live shows and working on music under his own name.
He worked closely with Icelandic artist and Iceland’s representative at the 57th Biennale, Egill Sæbjörnsson, on a digital theater piece in Rio de Janerio, Brazil as well as being nominated for the Edda awards for his music on the BBC Storyville’s ‘The Show of Shows’, which he did in collaboration with Georg and Orri from Sigur Rós and Icelandic composer Hilmar Örn Hilmarsson. Same year ‘Horizon (Sjóndeildarhringur)’ got a nomination for an Edda award which Kjartan made music for.

Recently Kjartan has been composing, programming and providing sound design for various mixed/augmented reality projects.

Kjartan has a Bachelor’s degree in music composition from Iceland Academy of the Arts. He recently finished his first record under his own name which will be out early 2019. 

Doors at 20:30 - Starts 21:00 - Tickets 2.000 ISK

Earlier Event: September 19
The Creative Spark