Back to All Events

Kristín Anna

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Hin eina sanna Kristín Anna mun flytja efni fyrir píanó og rödd í Mengi föstudaginn 3. maí ásamt tónskáldunum Inga Garðari Erlendssyni, Páli Ivani frá Eiðum og Áka Ásgeirssyni.
Kristínu þarf vart að kynna, en hún hefur verið nokkurs konar hússkáld Mengis frá upphafi.

Hún hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm árið 1998. Undir nafninu Kría Brekkan byrjaði hún að spila eigið efni fyrir píanó og gaf út plötur undir því nafni frá árunum 2006 til 2015. Árið 2015 gaf hún út plötuna Howl sem innihélt spunakennda ambient tónlist hjá tónlistarútgáfu Ragnars Kjartanssonar Bel-Air Glamour Records.

Kristín Anna hefur unnið með listafólki á borð við Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Feneyjar-farann Hrafnhildi Arnardóttur og Ragnar Kjartansson.

Hún gaf nýverið út plötuna I Must be the Devil hjá plötufyrirtækinu Bel-Air Glamour við góðar undirtektir og hélt í kjölfarið dásamlega tónleika í Dómkirkjunni.
Þeir sem misstu af útgáfutónleikunum geta því glaðst og notið tónleikanna í Mengi næstkomandi föstudag!

Húsið opnar 20:30 - Tónleikar Hefjast 21:00 - Miðaverð 2.500kr.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kristín Anna will perform new and old material for piano and voice in Mengi next Friday, May the 3rd.

Kristín Anna started her musical career in the band múm in 1998. As Kría Brekkan she started performing her piano music and put out off-the radar releases between 2006 – 2015. In 2015 she released an improvised ambient album and art title HOWL on Ragnar Kjartansson´s Bel-Air Glamour Records.

In march 2019 she released her much anticipated album "I Must Be The Devil" come out on Bel-Air Glamour via Vinyl Factory.

Kristín Anna has collaborated with artist such as Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Hrafnhildur Arnardóttir and Ragnar Kjartansson.

Doors at 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2.500kr.