Þann 6. ágúst næstkomandi mun Brák kvartett spila fyrir gesti Mengis en hann skipa:
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðlu
Laufey Jensdóttir, fiðlu
Guðrún Hrund Harðardóttir, lágfiðlu
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, selló
Brák leitast eftir að færa áheyrendum sem fjölbreyttasta mynd af endurreisnar- og barokktónlist en sú tónlist spannar langt tímabil í tónlistarsögunni. Kvartettinn mun leika á upprunaleg hljóðfæri.
Húsið opnar kl. 20:30 | Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Miðaverð er 2.500 kr og hægt er að nálgast þá við hurð á tónleikadegi.
Back to All Events
Earlier Event: August 1
Lofnarlandið ∞ Söngvar frá Serbíu
Later Event: August 8
Parallel Tales