Back to All Events

Kjartan Ólafsson | Þjóðlög úr framtíð / Folk Tunes from the Future

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Verkið „Þjóðlög úr framtíð“ byggir á átta íslenskum þjóðlögum sem voru hljóðrituð og farið með í ferðalag um tækniheima nútímans þar sem dulin og áður óþekkt blæbrigði þjóðlaganna koma fram á nýstárlegan hátt.

Hljóðritaðar voru hendingar úr þjóðlögunum á hefðbundin og stafræn hljóðfæri og unnið með þær í hljóðveri bæði hvað varðar tónefni og hljóðmynd.

Efniviðurinn byggir á taktmótífum og tónefnivið þjóðlaganna og er nýrri tækni beitt til að vinna með tónefnið og setja það í samhengi við nútíma tónlistarumhverfi oft með súrrealistískri útkomu.

Rannsóknir á þjóðlögunum með aðstoð AI leiddu ýmislegt í ljós m.a. komu í ljós taktmótíf sem oft eru meira tengd við aðrar tónlistarstefnur og lagræn mótíf sem eru betur þekkt í öðrum stíltegundum.

Við gerð tónlistarinnar var notuð blönduð tækni og var ekki gerð tilraun til þess að setja þjóðlögin í fyrirfram ákveðið form eða stíl heldur var áhersla lögð á að láta innihald og innviði þjóðlaganna koma fram á sem fjölbreytilegastan hátt.

Útgáfudagur verður 27.10.21 á Spotify og Apple Music og útgáfu/streymis tónleikar verða í Mengi sama dag kl. 20.00.

Vefslóð: https://fb.me/e/1NPbDAoSG

Kynnir: Gunnsteinn Ólafsson

Kvæðamenn: Bára Grímsdóttir og Pétur Húni Björnsson

Þjóðlög úr framtíð - Kaflalisti

1. Sofnar lóa er löng og mjó

2. Nadda þórar nefndu þar

3. Ég hef fengið af því nóg

4. Svona hef ég selt þér dróg

5. Þessi langi vetur vor

6. Lifnar hagur hýrnar brá

7. Fyrr en sundum sól er byrgð

8. Hugann seiða svalli frá

Aðgangur ókeypis


Earlier Event: October 23
Ateria | and_vari útgáfutónleikar