Atli Arnarsson vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, Stígandi, sem kemur út 2022. Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru 12 menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist.
Atli er einnig meðlimur fjöllistatvíeykisins Munstur, auk þess að vera annar stofnmeðlimur hreyfimyndadúósins Stillu. Samhliða þessu hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn.
Halldór Eldjárn er tónlistarmaður og forritari. Tónlist hans er innblásin af samruna tækni og náttúru. Hljóðgervlar, rhytmar og óvenjuleg hljóð sem blandast saman í ríkulegar áferðir sem ber vott af því hvernig framtíðin gæti hljómað. Halldór stofnaði hljómsveitina Sykur ásamt félögum sínum árið 2008 og hefur sveitin gefið út þrjár plötur. Halldór hefur undanfarið samið tónlist undir eigin nafni, en fyrsta platan hans „Poco Apollo“ fjallar um tunglferðir og er samin með hjálp gervigreindar.
Húsið opnar kl. 20:30 | Viðburðurinn hefst kl. 21:00 | Miðaverð er 2.000 krónur.