MOVE
Óskar Guðjónsson: tenor og sópran saxofónn
Eyþór Gunnarsson: pianó
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: kontrabassi
Matthías Hemstock: trommusett
Fyrir sjö árum síðan setti Óskar saman kvartett til að skoða lagahugmyndir sínar.
Upp úr þessu þróaðist samstarf sem fór fram í vinnustofu Eyþórs Gunnarssonar og gekk út á að spila lögin endurtekið og velta þeim fyrir sér og prófa ólíkar nálganir. Samhliða því að tónlistin fór að taka á sig mynd byggðist upp sterkt samband á milli þeirra sem eiga sína upphafsstafi í nafninu MOVE sem auk Óskars og Eyþórs eru Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur.
Á tímum tölvuvæðingar hafa handskrifaðar nótur orðið sjaldséðari en um leið tapast ákveðin fínni blæbrigði sem geta skipt máli. Óskar hefur fyrir löngu skapað sér persónulegan stíl í tónsmíðum sínum sem endurspeglast í rithöndinni og því hvað hann kýs að skrifa niður og hvað ekki. Það helst einnig í hendur við þá nálgun sem hann leitar að í flutningnum sem er vandlega mótaður en um leið opinn fyrir hinu óvænta. Þetta tengist lönguninni til að lögin öðlist sjálfstætt líf og geti fengið að þroskast og breytast eftir því sem tíminn og aðstæður bjóða upp á.
Þó lögin séu textalaus bera þau öll nöfn sem eru sprottin af vangaveltum um lífið, tilveruna, fólk og fyrirbæri sem því tengist. Skissubækurnar eru því einnig nokkurs konar dagbækur sem taka á málum sem koma upp í lífinu.
Nánast allar æfingar MOVE hafa verið hljóðritaðar og partur af vinnuferlinu er að hlusta yfir upptökurnar til að greina kjarnann í hverju lagi fyrir sig. Það eru ófár klukkustundirnar af efni sem hefur safnast upp og í leiðinni margir lítrar af sódavatni og úrvals kaffi sem hafa runnið niður. Dropinn holar steininn og eftir allan þennan tíma eiga meðlimir MOVE núna sameiginlegan hugmyndaheim sem hægt er að stíga inn í og sjá hvert hann tekur bæði þá og áheyrendur í það og það skiptið. Brottfararstaður hverju sinni liggja fyrir en svo má óvissuferðin byrja.
Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 4.000 kr
------
Seven years ago, saxophonist Óskar Guðjónsson assembled a quartet where the focuse was on performing handwritten compositions that had accumulated in his meticulously kept sketchbooks over the years. It soon became clear that this was a project all members were willing to invest significant time in and truly make their own. From this collaboration, a partnership developed, taking place in Eyþór Gunnarsson's studio. The approach was to repeatedly play the pieces, explore different interpretations, and experiment with various approaches. Simultaneously, the music began to take shape, building a strong connection among the members. In addition to Óskar and Eyþór, the quartet includes Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson on bass and Matthías Hemstock on drums, all of whom share their initials in the name "MOVE."
During the digital age, handwritten scores have become increasingly rare, yet they hold a certain delicate nuance that can make a difference.
Óskar has long cultivated a personal style in his compositions, reflected in his handwriting and choices of what to write and what not to write down. This aligns with his approach to performance, which is structured but open to endless spontanious directions at the same time. The element of spontaneity stems from a desire for the music to develop independently, adapting and evolving based on the passage of time and circumstances.
Although the compositions are instrumental, they carry names inspired by reflections on life, existence, people, and related phenomena. The sketchbooks also serve as a form of diaries, capturing moments that
arise in life.
Nearly all of MOVE's rehearsals have been recorded, and part of the work process involves listening back to the recordings to discern the essence of each piece. There are quite a few hours' worth of material accumulated, along with many liters of sparkling water and carefully brewed coffee that have been consumed during this creative journey. After a long joyful journey the members of MOVE now share a collective realm of ideas—one that can be entered, explored, and followed wherever it leads. Welcome aboard!!
Doors 19:30 | Tickets 4.000 kr