Back to All Events

Meraki tríó – Útgáfutónleikar

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Þann 4. September kemur út fyrsta plata Meraki tríós. Af því tilefni efna þær til útgáfutónleika í Mengi þann 4. September þar sem platan verður leikin í heild sinni.


Meraki tríó skipa Rósa Guðrún Sveinsdóttir á baritón saxófónn, flautu og söng, Sara Mjöll Magnúsdóttir á píanó og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Á plötunni má heyra lög eftir alla þrjá meðlimi tríósins, sem þær sömdu í samvinnu. Selló, baritón saxófónn og píanó skiptast á hlutverkum laglínu, spuna, undirspils og rytma og búa þannig til margslunginn hljóðheim sem á rætur í norrænan tónlistararf og hefðbundna jazztónlist.

 

Upptökur fóru fram í kirkju óháða safnaðarins í janúar 2023. Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Umslag: Gari Widodo. Gerð plötunnar var styrkt af Hljóðritasjóði Rannís og Menningarsjóði FÍH.

 

Meraki tríó var stofnað árið 2018. Rósa, Sara og Þórdís kynntust í Tónlistarskóla FÍH þar sem þær stunduðu nám. Allar hafa þær komið víða við í íslensku tónlistarlífi og spilað með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar. Meraki tríó hefur einnig komið fram víða, til dæmis á Jazzhátíð Reykjavíkur sem og tónleikaröðum eins og Freyjujazzi í Listasafni Íslands og í Fríkirkjunni.


Húsið opnar 19:30 | Miðaverð: 3500


Earlier Event: August 29
HYDRATION WAVES