Trempo

Nantes - Reykjavík vinnudvöl fyrir tónlistarfólk 💫

Tónlistarborgin Reykjavík í samstarfi við Nantes í Frakklandi, Trempo , ÚTÓN, L’Institut français, Ambassade de France en Islande/ Franska sendiráðið á Íslandi, MENGİ, STEF og Alliance Française de Reykjavík, býður upp á skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar frá Nantes.

Markmið verkefnisins er að byggja brú á milli borganna tveggja og tónlistarsamfélaga þeirra, sem og hlúa að sjálfbæru samstarfi í gegnum krafta tónlistar og sköpunar. ✨✨✨

Vinnudvölin býður útvöldum einstaklingi frá Íslandi tækifæri til að skapa tónlist í fullbúnu hljóðveri og æfingarými í 2-3 vikur í Trempo í Nantes. Dvölin er jafnframt einstakt tækifæri fyrir viðkomandi til að tengjast tónlistarsenunni í Nantes og þar með Frakklandi, jafnt öðru listafólki sem aðilum úr tónlistariðnaðinum.

Allar frekari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna í hlekknum hér fyrir neðan.
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2022

Sækið um hér -> https://bit.ly/3Kvs89C

Ragnheiður Elísabet